Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 10:15 Sögulegur leikur og sögulegur sigur. FCK FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi. FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024 Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira