„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2024 11:45 Parið stefnir á Evrópumót í janúar. vísir / arnar Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira