Þakkaði Drake fyrir að veðja á mótherja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:30 Suður-Afríkumaðurinn Dricus Du Plessis fagnar sigri á UFC 305 í Perth í Ástralíu. Getty/Paul Kane Dricus Du Plessis hélt sigurgöngu sinni áfram í blönduðum bardagaíþróttum um helgina þegar hann fagnaði sigri á móti Israel Adesanya á UFC 305 bardagakvöldinu. Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024 MMA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024
MMA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira