Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 09:13 Mynd sem ítalska slökkviliðið birti af hafsvæðinu þar sem snekkjan Bayasian er talin hafa sokkið skammt frá Palermo á Sikiley í morgun. AP/Ítalska slökkviliðið Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. Flak snekkjunnar er fundið á um fimmtíu metra dýpi samkvæmt upplýsingum ítalska slökkviliðsins sem stýrir leitinni. Þyrla og björgunarbátar eru nú á staðnum þar sem snekkjan sökk utan við hafnarbæinn Porticello um klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjölþjóðlegur hópur hafi verið um borð í snekkjunni, þar á meðal Bretar. AP hefur eftir staðarfjölmiðli að fólk frá Nýja-Sjálandi, Sri Lanka, Írlandi og Frakklandi hafi einnig verið um borð. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð. Snekkjan, sem er fimmtíu og sex metra löng, sigldi undir breskum fána. Ítalska ANSA-fréttastofan segir að hún heiti Bayesian. Hún hafi legið við festar í Porticello en látið úr höfn í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir ítölskum fjölmiðlum að einn þeirra sjö sem var saknað sé nú talinn látinn. BBC segir að líkið hafi fundist við flakið. Af þessum sjö voru sex farþegar og einn starfsmaður úr áhöfn snekkjunnar. Ítalska landgæslan segir að seglbáturinn hafi verið lúxussnekkja og að hún hafi orðið fyrir skýstrók undan ströndum Palermo. Barnið, og sjö aðrir, sem var bjargað er sagt í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Flak snekkjunnar er fundið á um fimmtíu metra dýpi samkvæmt upplýsingum ítalska slökkviliðsins sem stýrir leitinni. Þyrla og björgunarbátar eru nú á staðnum þar sem snekkjan sökk utan við hafnarbæinn Porticello um klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjölþjóðlegur hópur hafi verið um borð í snekkjunni, þar á meðal Bretar. AP hefur eftir staðarfjölmiðli að fólk frá Nýja-Sjálandi, Sri Lanka, Írlandi og Frakklandi hafi einnig verið um borð. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð. Snekkjan, sem er fimmtíu og sex metra löng, sigldi undir breskum fána. Ítalska ANSA-fréttastofan segir að hún heiti Bayesian. Hún hafi legið við festar í Porticello en látið úr höfn í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir ítölskum fjölmiðlum að einn þeirra sjö sem var saknað sé nú talinn látinn. BBC segir að líkið hafi fundist við flakið. Af þessum sjö voru sex farþegar og einn starfsmaður úr áhöfn snekkjunnar. Ítalska landgæslan segir að seglbáturinn hafi verið lúxussnekkja og að hún hafi orðið fyrir skýstrók undan ströndum Palermo. Barnið, og sjö aðrir, sem var bjargað er sagt í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira