Íslendingar voru í góðri stöðu til að vinna leikinn en glutruðu öðru stiginu frá sér undir lok leiks. Egyptar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og náðu jafntefli.
Framarinn Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið í dag og Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir fjögur.
Ísland er núna með þrjú stig í milliriðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu á morgun.