Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 13:57 Snekkjan Bayesian (t.v.) við akkari utan við hafnarbæinn Porticello nærri Palermo á Sikiley í gærkvöldi. AP/Fabio La Bianca/Baia Santa Nicolicchia Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13