Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:01 KR og HK eru í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega stigin úr leiknum. Vísir/Diego KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR
Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira