Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 14:06 Kafarar skoða teikningar af snekkjunni Bayesian við höfnina í Porticello á Sikiley. Þeir geta aðeins verið í tólf mínútur að hámarki þar sem snekkjan hvílir á fimmtíu metra dýpi. AP/ítalska slökkviliðið Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira
Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira