Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 14:06 Kafarar skoða teikningar af snekkjunni Bayesian við höfnina í Porticello á Sikiley. Þeir geta aðeins verið í tólf mínútur að hámarki þar sem snekkjan hvílir á fimmtíu metra dýpi. AP/ítalska slökkviliðið Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira