Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 20. ágúst 2024 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Egill Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira