Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 20:31 Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna. Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna.
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent