Var búinn að gefast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2024 16:13 Hjónin þegar allt lék í lyndi í mars í fyrra. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Jennifer Lopez hafði íhugað það vel og vandlega hvort hún ætti að sækja um skilnað við eiginmanninn Ben Affleck. Þegar á hólminn var komið var Affleck búinn að gefast upp á hjónabandinu, hafði engan áhuga á að bæta það og taldi söngvarinn því ekki aftur snúið. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurtímaritsins People. Miðillinn hefur eftir vinum Lopez að hún sé vonsvikin og leið vegna þessara málalykta en líkt og fram hefur komið hefur hún sótt um skilnað. Jennifer Lopez og Ben Affleck giftu sig fyrir tveimur árum eftir að hafa endurnýjað kynnin tuttugu árum eftir að hafa verið síðast saman. Þau hafa hinsvegar ekki sést saman opinberlega síðan í mars og hafði verið uppi þrálátur orðrómur um að þetta væri búið spil hjá hjónakornunum. „Ben hefur ekki gefið nein merki um það að hann vilji halda þessu hjónabandi gangandi. Hann hefur ekki sýnt neinn áhuga. Það var komið á þann punkt að hún varð að hugsa fyrst og fremst um hana sjálfa,“ segir heimildarmaður People sem sagður er vera náinn söngkonunni. Affleck og Lopez gengu í það heilaga í Las Vegas þann 17. júlí 2022. Eitt brúðkaup var ekki nóg en þau giftu sig aftur á heimili leikarans í Georgíu. Var þetta rúmum tuttugu árum eftir að þau hættu fyrst saman eftir að hafa frestað brúðkaupi sínu í september árið 2003. Hollywood Tengdar fréttir Óvinsæll í vinahópnum Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil. 9. ágúst 2024 15:13 Upplifir sig niðurlægða Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. 6. ágúst 2024 15:48 Hafa ekki sést saman í sjö vikur Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað. 17. maí 2024 11:23 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurtímaritsins People. Miðillinn hefur eftir vinum Lopez að hún sé vonsvikin og leið vegna þessara málalykta en líkt og fram hefur komið hefur hún sótt um skilnað. Jennifer Lopez og Ben Affleck giftu sig fyrir tveimur árum eftir að hafa endurnýjað kynnin tuttugu árum eftir að hafa verið síðast saman. Þau hafa hinsvegar ekki sést saman opinberlega síðan í mars og hafði verið uppi þrálátur orðrómur um að þetta væri búið spil hjá hjónakornunum. „Ben hefur ekki gefið nein merki um það að hann vilji halda þessu hjónabandi gangandi. Hann hefur ekki sýnt neinn áhuga. Það var komið á þann punkt að hún varð að hugsa fyrst og fremst um hana sjálfa,“ segir heimildarmaður People sem sagður er vera náinn söngkonunni. Affleck og Lopez gengu í það heilaga í Las Vegas þann 17. júlí 2022. Eitt brúðkaup var ekki nóg en þau giftu sig aftur á heimili leikarans í Georgíu. Var þetta rúmum tuttugu árum eftir að þau hættu fyrst saman eftir að hafa frestað brúðkaupi sínu í september árið 2003.
Hollywood Tengdar fréttir Óvinsæll í vinahópnum Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil. 9. ágúst 2024 15:13 Upplifir sig niðurlægða Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. 6. ágúst 2024 15:48 Hafa ekki sést saman í sjö vikur Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað. 17. maí 2024 11:23 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Óvinsæll í vinahópnum Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil. 9. ágúst 2024 15:13
Upplifir sig niðurlægða Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. 6. ágúst 2024 15:48
Hafa ekki sést saman í sjö vikur Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað. 17. maí 2024 11:23