„Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2024 10:31 Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Diego Víkingar spila einn mikilvægasta leik í sögu félagsins í kvöld. Liðið er á leiðinni í einvígi sem gæti skilað félaginu mörg hundruð milljónum í kassann. Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira