Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Valentina Petrillo er fimmtíu ára gömul sjónskert spretthlaupakona sem keppir fyrir hönd Ítalíu, áður í karlaflokki en nú í kvennaflokki. Matthias Hangst/Getty Images Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið. Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið.
Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn