Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:51 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni. Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira