Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 13:19 Mynd er frá vettvangi á Kjalarnesi. Lögreglan Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar. Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira