„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 20:31 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að fagna eftir leik kvöldsins þrátt fyrir að hans menn hafi klikkað á tveimur vítaspyrnum. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri. „Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
„Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira