Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 19:16 Þeir Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í fertugasta sinn á morgun. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira