Glæpur án tjóns? Breki Karlsson, Ólafur Stephensen og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 23. ágúst 2024 13:01 Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Ólafur Stephensen Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar