Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 08:23 Menningarnótt var annasömu hjá lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels