„Tvö bestu liðin berjast um titilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:01 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í miklum markaleik á Kaplakrikavelli í dag. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði sigri á Kaplakrikavelli í dag þegar Valur sigraði FH í miklum markaleik. Leikurinn fór 4-2, Val í vil, og situr liðið á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira