Aðeins æft í þrjú ár en stefnir á Íslandsmetið: „Ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2024 08:06 Heru hefur ekki æft kringlukast nema í þrjú ár en stefnir fljótt að Íslandsmetinu sem hefur ekki verið slegið síðan 1989. vísir / ívar Hera Christensen hefur bætt aldursflokkamet fjórum sinnum á þessu ári og stefnir hraðbyri að Íslandsmetinu. Framundan er svo heimsmeistaramót í Perú hjá þessari miklu vonarstjörnu í kringlukasti. Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Sjá meira
Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Sjá meira