Al-Orobah kynnti Jóhann til leiks á föstudaginn síðasta og nú greinir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Kurt Zouma og Cristian Tello séu á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
🚨🇸🇦 The agreement between Al Orobah and West Ham for Kurt Zouma is loan with mandatory buy clause. pic.twitter.com/dP1ou7xqCU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2024
Zouma kemur til Al-Orobah beint úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann átti fast sæti í liði West Ham undir stjórn David Moyes, jafnvel eftir að hafa skapað sér miklar óvinsældir þegar hann sást á myndbandi beita ketti ofbeldi.
Zouma var hins vegar ekki inni í plönum nýja stjórans hjá West Ham, Julen Lopetegui, og er því mættur til Sádi-Arabíu.
Zouma er franskur miðvörður og verður þrítugur í haust. Tello er hins vegar 33 ára sóknar- og kantmaður sem á sínum tíma var leikmaður Barcelona en lék einnig með Porto, Fiorentina og Real Betis. Hann hefur spilað í Sádi-Arabíu síðan í ársbyrjun 2023 þegar hann gekk í raðir Al-Fateh.

Al-Orobah vann sig upp í efstu deild á síðustu leiktíð. Liðið spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu á föstudaginn þegar það tapaði 2-0 fyrir Al Ahli, og lék Jóhann Berg nánast allan leikinn. Abdulkarim Darisi og Roberto Firmino skoruðu mörk Al Ahli.