Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2024 07:53 Liam og Noel Gallagher á tónleikum 1997. Getty Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Tónlist Bretland Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar.
Tónlist Bretland Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira