Rannsaka skipstjóra lystisnekkjunnar sem sökk Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2024 09:12 Kafarar flytja lík eins þeirra sem fórst með snekkjunni í land á Sikiley. AP/Alberto Lo Bianco/La Presse Ítalskir saksóknarar rannsaka nú skipstjóra lystisnekkjunnar Bayesian sem sökk undan ströndum Sikileyjar fyrr í þessum mánuði. Hann er grunaður um manndráp og að valda sjóslysi. Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07
Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16