Flókið púsluspil gekk upp og fjölskyldan fór til Síle Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2024 12:31 Fjölskyldan saman í miðbær Santiago, höfuðborg Chile. Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn. Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn.
Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira