Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. ágúst 2024 10:59 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, segir nauðsynlegt að skýra lagaumhverfið þegar kemur að netsölu áfengis. Stöð 2 Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni. Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni.
Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50