„Veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 17:03 Maja Nilsson Lindelöf á leik með sænska landsliðinu, þar sem eiginmaður hennar spilar. Getty/Jean Catuffe Eiginkona sænska fótboltamannsins Victors Lindelöf virðist hafa valdið aðdáendum Manchester United hugarangri með færslu sinni á Instagram. Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira