Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Ólafur Björn Sverrisson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. ágúst 2024 17:12 Ingibjörg Halldórsdóttir ræddi um viðbrögð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. „Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“ Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
„Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira