Kelce bræðurnir seldu hlaðvarpið sitt á tæplega þrettán milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Gríðarlegt magn af íþróttafólki hefur reynt fyrir sér í hlaðvarpi en fátt þeirra kemst með tærnar þar sem þessir eru með hælana. David Calvert/Getty Images Bræðurnir Jason og Travis Kelce halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Bandaríkjanna. Þó bræðurnir eigi fyrir salti í grautinn eftir glæsta ferla í NFL-deildinni, öðrum þeirra er ekki einu sinni lokið, þá má með sanni segja að þeir hafi haslað sér völl í heimi hlaðvarpanna. Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag. NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag.
NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira