„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 11:44 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og liggur enn á spítala. Enn stendur til að vísa honum úr landi, nokkuð sem ofbýður mótmælendum sem fjölmenntu á Austurvöll í gær. Vísir/Arnar Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir. Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir.
Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11