Neyðarkassinn eigi að skapa ró Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir ekki um hræðsluáróður að ræða heldur snúi verkefnið að því að skapa ró. vísir/sigurjón Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“ Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“
Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24