Draumabyrjun Hákonar sem varði víti fyrir Brentford Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 20:57 Hákon Rafn Valdimarsson í fyrsta leik sínum fyrir Brentford. Hann varði vítaspyrnu í leiknum. Samsett/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson styrkti stöðu sína í kvöld í samkeppninni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Brentford í kvöld og hélt markinu hreinu, meðal annars með því að verja vítaspyrnu, í 1-0 sigri á D-deildarliði Colchester í enska deildabikarnum. Hákon, sem er 22 ára gamall, kom til Brentford frá Elfsborg í Svíþjóð í byrjun þessa árs. Hann hefur þurft að bíða rólegur eftir tækifæri með aðalliði félagsins og nýtti það vel þegar það kom í kvöld. Keane Lewis-Potter skoraði mark Brentford rétt fyrir hálfleik en heimamenn í Colchester fengu besta tækifæri sitt til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd á 82. mínútu. Hana varði Hákon hins vegar, en spyrnan var beint á markið og náði Hákon að verja með fætinum. Hákon ætti því að mæta fullur sjálfstrausts í komandi landsleiki við Svartfjallaland og Tyrkland, og þá er spurning hvort hann fái sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Brentford tekur á móti Southampton. Hollendingurinn Mark Fleken hefur varið mark Brentford í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins, og var aðalmarkvörður liðsins á síðustu leiktíð. Ipswich úr leik gegn D-deildarliði Af öðrum úrslitum í enska deildabikarnum má nefna að úrvalsdeildarlið Ipswich féll út gegn D-deildarliði Wimbledon eftir 2-2 jafntefli og vítaspyrnukeppni. West Ham vann 1-0 gegn Bournemouth, Wolves vann 2-0 sigur á Burnley og Southampton 5-3 útisigur gegn Cardiff. Þá vann Wycombe 1-0 á útivelli gegn Swansea. Leikur Nottingham Forest og Newcastle fór í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, og þar hafði Newcastle betur. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Hákon lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Brentford í kvöld og hélt markinu hreinu, meðal annars með því að verja vítaspyrnu, í 1-0 sigri á D-deildarliði Colchester í enska deildabikarnum. Hákon, sem er 22 ára gamall, kom til Brentford frá Elfsborg í Svíþjóð í byrjun þessa árs. Hann hefur þurft að bíða rólegur eftir tækifæri með aðalliði félagsins og nýtti það vel þegar það kom í kvöld. Keane Lewis-Potter skoraði mark Brentford rétt fyrir hálfleik en heimamenn í Colchester fengu besta tækifæri sitt til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd á 82. mínútu. Hana varði Hákon hins vegar, en spyrnan var beint á markið og náði Hákon að verja með fætinum. Hákon ætti því að mæta fullur sjálfstrausts í komandi landsleiki við Svartfjallaland og Tyrkland, og þá er spurning hvort hann fái sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Brentford tekur á móti Southampton. Hollendingurinn Mark Fleken hefur varið mark Brentford í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins, og var aðalmarkvörður liðsins á síðustu leiktíð. Ipswich úr leik gegn D-deildarliði Af öðrum úrslitum í enska deildabikarnum má nefna að úrvalsdeildarlið Ipswich féll út gegn D-deildarliði Wimbledon eftir 2-2 jafntefli og vítaspyrnukeppni. West Ham vann 1-0 gegn Bournemouth, Wolves vann 2-0 sigur á Burnley og Southampton 5-3 útisigur gegn Cardiff. Þá vann Wycombe 1-0 á útivelli gegn Swansea. Leikur Nottingham Forest og Newcastle fór í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, og þar hafði Newcastle betur.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira