Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:49 Evan Ferguson, framherji Brighton, er á meðal leikmanna í írska hópnum hans Heimis Hallgrímssonar. Getty/Tim Clayton Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar). Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti