Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var til meðferðar fyrr í mánuðnum. Vísir/Vilhelm Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari gerði í málflutningi sínum þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki vægari dóm en Birgir Halldórsson sem áður hefur hlotið dóm í málinu. Birgir fékk sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Raunar benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra í keðjunni en fyrrnefndur Birgir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp segir í samtali við fréttastofu að refsingin sé í samræmi við það sem lagt var upp með. Snorri Sturluson, verjandi Pétur Jökuls, segir að dómnum hafi þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Dómurinn hefur ekki verið birtur en ljóst er að dómari í málinu hefur talið komna fram sönnun svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulaningu á innflutningnum. Nonni og Harry Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu á sínum tíma en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður fyrir dómi ekki óttast neinn í tengslum við málið. Framburður Daða skipt sköpum Stærsta verkefni saksóknara í málinu var að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri sá sem Daði hefði hitt og sá sem aðrir dæmdu í málinu hefðu verið í samskiptum við í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið Signal. Saksóknari benti á fyrir dómi að allt sem komið hefði fram í framburði Daða þegar hann var handtekinn í ágúst 2022 hefði staðist. Gögn hefðu styrkt að Pétur Jökull væri sá Pétur hefði talað um. Það væri ekki lengur tilgáta heldur væri á því sterkur grunur. Daði hefði sagst aðeins hafa verið í samskiptum við einn mann. Hann hefði heitið Pétur þótt Daði hefði ekki gefið upp fullt nafn þessa Péturs. Hann hefði verið í sambandi við hann bæði í eigin persónu og gegnum síma. Hann hefði sótt Pétur í eitt skipti við Hótel Holt og gat lögregla með myndavélabúnaði sannreynt að Daði hefði sótt mann þangað á þeim tíma þótt ekki hefði sést framan í viðkomandi. Gæti verið hrein og klár tilviljun... Þá hefði Daði lýst Pétri sem ljóshærðum, stórgerðum og þrekvöxnum manni sem hefði verið klæddur í Stone Island peysu. Allt hlutir sem mætti heimfæra á útlit Péturs sem staðfesti að hafa átt slíka peysu. Mynd af Pétri í þannig peysu í hraðbanka staðfestu það sömuleiðis. Þá hefði Daði sagt Pétur búa nærri Kaffi Loka sem stendur við Lokastíg. Pétur Jökull átti heima við Lokastíg. Þá hefði hann komist að því að Pétur ætti fyrri dóm fyrir fíkniefnabrot. Það hefði hann séð með leit á Google. Lögreglumenn fundu við Google leit fjórtán ára gamlan dóm yfir Pétri Jökli á Google með því að leita að Pétri Jökli. Dóminn sem Daði hafði vísað til. Enginn dómur hefði komið upp með leitarorðinu Pétur. „Allt þetta gæti auðvitað verið hrein og klár tilviljun,“ sagði Dagmar Ösp og nefndi að Pétur Jökull væri býsna óheppinn að allt gæti átt við um hann. Harry stýrði Daða Þá benti Dagmar á að fjölmörg gögn væru fyrir hendi sem sýndi svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri á bak við dulnefni huldumanns sem hefði verið í samskiptum við Daða Björnsson en einnig Birgi Halldórsson sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Sími Birgis var haldlagður við rannsókn málsins og þar mátti sjá samtal Birgis á Signal við notanda með ýmis dulnefni, þar á meðal Nonni. Birgir sagði við aðalmeðferðina í fyrra ekki vera til í að segja hver væri á bak við við dulnefnið. Dagmar Ösp saksóknari minnti á að Daði hefði verði í samskiptum við notendur með dulnöfnin Nonna, Harry og Trucker. Daði hefði sagt „Pétur“ vera að baki þeim öllu. Í á þriðja hundrað skilaboða milli Harry og Daða má sjá Harry stýra Daða. Þann 7. júlí 2022 hefðu Harry og Daði rætt að hittast svo Harry geti komið nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboð sem sendu voru klukkan 15:12 sagðist Harry ætla á æfingu. Klukkan 15:10 sama dag skráði Pétur Jökull sig á æfingu í World Class í Laugum samkvæmt andlitsskannanum þar. Spjall við Svedda tönn Saksóknari benti einnig á Pétur Jökull hefði verið staddur í Brasilíu einmitt á þeim tíma sem verið var að sýsla með efnin sem fóru falin í trjádrumbum í gám á leið í skip. Pétur Jökull hefði staðfest veru sína þar þó hann kannaðist ekkert við efnin. Þá var vísað til samtals notandans Harry við Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn, um fíkniefnaviðskipti sumarið 2022. Þar hefði verið rætt um fíkniefnaviðskipti og aðila sem kallaður var B og Harry ætli að vera í samskiptum við. Telur lögregla ljóst að þar hafi Pétur Jökull verið að segjast ætla að ræða við Birgi Halldórsson. Þeir hafi báðir verið staddir á Íslandi á þessum tíma. Í skilaboðunum milli Harry og Sverris Þórs var rætt um skiptingu á 100 kubbum sem lögregla taldi að ætti við um kílóin hundrað af kókaíni. B ætti að fá 26 kubba, samstarfsaðilar sjö en Harry og Sverrir Þór rest. Það væri Harry sem setji fram þessa skiptingu á efnunum. Í framhaldi tjáði Harry Sverri að holurnar ættu að vera tilbúnar seinna um kvöldið, 15. júlí. Sama dag hafði Harry beðið Daða um að græja holur sem hann hafði keypt skóflur og fleira til. Til stóð að fela fíkniefnin í holum í Laugardalnum. Johnny Rotten ekki á Íslandi Samskiptin á Signal voru lykilatriði í þeirri mynd sem saksóknari teiknaði upp til að lýsa því hvernig Pétur Jökull átti að hafa stýrt aðgerðum en hulið slóð sína með því að skipta reglulega um notendanafn á Signal. Ýmist Harry, Nonni, Trucker, Patron Cartoon eða jafnvel Johnny Rotten. Í öllum tilfellum hafi verið um Pétur Jökul að ræða. Dagmar Ösp saksóknari benti á samskipti sem Sverrir Þór hefði verið í við aðila undir dulnefninu Johnny Rotten í júní 2022. Johnny Rotten hafi verið tengdur við símtæki á spænsku númeri. Athygli hafi vakið að Pétur Jökull var á Spáni á þessum tíma. Í framhaldinu hafi samskipti Johnny Rotten og Sverris hætt. Í hönd hafi farið samskipti Sverris Þórs við aðila undir dulnefninu Harry. Bæði Johnny Rotten og Harry séu að ræða um sömu hluti við Sverri Þór. Telur saksóknari að Pétur Jökull, sem kom til Íslands frá Spáni í júní, hafi við komuna til Íslands skipt um síma og haldið samtalinu áfram sem Harry. Patron Cartoon tók við af Harry Saksóknari sagði notanda með dulnefnið Patron Cartoon hafa verið í samskiptum við bæði Daða Björnsson og Sverri Þór. Í báðum tilfellum virðist Patron Cartoon hafa tekið við af notandanum Harry. Síðustu samskipti Harry við Daða voru 8. júní 2022 og tók Patron Cartoon við sama dag. Þá voru síðustu samskipti Harry við Sverri þann 6. júlí og tók Patron Cartoon við þann 8. júlí. Dagmar saksóknari sagði margt benda til þess að notandinn hafi losað sig við síma og búið til nýjan notanda undir dulnefninu Patron Cartoon. Í því samhengi nefndi hún að Harry hefði tjáð Sverri í skilaboðum að hann ætlaði að skipta um síma. Svo hefði Patron Cartoon mætt til leiks með skilaboðunum: „Nýtt tól“. „Vantaði eitthvað til að djamma“ Lögregla hafi svo með því að fylgjast með notandanum Patron Cartoon séð símann á bak við notandann ferðast frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Í framhaldinu hafi persónulegur sími Péturs Jökuls verið skoðaður og í ljós komið að hann ferðaðist sama dag frá Þýskalandi til Taílands. Þá sagði saksóknari rannsókn lögreglu á símagögnum sýna fram á að sími Péturs Jökuls og símans á bak við notandann Patron Cartoon hefðu sést á svipuðum stað á höfuðborgarsvæðinu áður en þeir fóru til Taílands. Flestar tengingar hafi verið nærri Lokastíg þar sem Pétur Jökull var til heimilis. Hún vísaði til orða sérfræðings í greiningu gagna sem kom fyrir dóminn sem sagði mjög óvanalegt að sjá svona margar tengingar milli tveggja símanúmera nema um væri að ræða par eða nána aðila. Líklegast væri sami aðili á bak við bæði númerin. Dagmar saksóknari benti líka á samskipti Patron Cartoon við Sverri þar sem augljóst hefði verið að umræðuefnið væri fíkniefni. Talað hefði verið um kubba, duft, kúlur og burðardýr. Á einhverjum tímapunkti hefði Patron Cartoon spurt hver hans hlutur yrði og líka tjáð honum að aðlil nákominn B væri í Kaupmannahöfn og „vantaði eitthvað til að djamma.“ Lögregla staðfesti að þegar þessi skilaboð voru send var viðkomandi aðili staddur í Kaupmannahöfn. Að lokum benti saksóknari á skilaboð frá Patron Cartoon til Sverris Þórs þann 5. ágúst þar sem hann óskaði eftir mikilvægu samtali. Þann 4. ágúst hafði lögregla ráðist til atlögu og handtekið Daða Björnsson, Birgi Halldórsson, Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við málið. Lagt hafði verið hald á kókaínið. Enskumælandi sem sagði „sælir“ Dagmar Ösp staldraði líka við notendanafnið Trucker sem var á taílensku númeri. Trucker hóf samskipti við Daða eftir komu Péturs Jökuls til Taílands. Á sama tíma hafi notandinn Nonni spjallað við Birgi. Dagmar vísaði til hljóðritunar á samtali sem Daði átti við Trucker úr iðnaðarbili í Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið er óskýrt en þó ljóst að rætt er á íslensku. Á sama tíma fóru samskipti Daða og Truckers í skilaboðum á Signal fram á ensku. Dagmar segir það aðeins hafa verið til að villa um fyrir lögreglu. Ljóst sé að Íslendingar séu að ræða saman enda bregði fyrir orðum á borð við „sælir“ og „94 kubbar“. Notandinn á bak við Trucker og Nonna hafi gætt þess að tala alltaf við Daða sem Trucker og við Birgi sem Nonni. Það hafi verið gert til að koma ekki upp um tengsl aðila. Það hafi gengið vel allt þar til Trucker náði ekki í Daða þann 4. ágúst. Þann dag hafi bæði Trucker en líka Patron Cartoon reynt að ná í Daða og sömuleiðis hafi Birgir reynt það líka. Þarna hafi keðjan brotnað. Þá bætti Dagmar við að danskur sérfræðingur í raddgreiningu sem hlustaði á upptökuna sagði ekkert útiloka að það væri rödd Péturs Jökuls sem heyrðist í hleruðu símtalinu í Gjáhellu. Margt væri líkt með rödd ákærða og þeirri sem heyrðist. Niðurstaðan væri plús einn á skalanum mínus fjórir til plús fjórir. Daði í ómögulegri stöðu Dagmar Ösp saksóknari sagði í málflutningi sínum að með hliðsjón af öllu framantöldu væri neitun Daða þess efnis að sá „Pétur“ sem hann hefði verið í samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson ótrúverðug. Líta yrði á framburð hans með hliðsjón af þeirri stöðu sem hann væri í. Ljóst hafi verið að Daða ætti að fórna ef eitthvað kæmi upp á. Hann hefði átt að sækja efnin, aka með þau um höfuðborgarsvæðið, grafa holu og koma þeim fyrir. Taka mesta áhættuna. Á meðan hefðu þeir sem stóðu ofar í keðjunni getað verið stikkfrí og sagst aldrei hafa komið nálægt efnunum. Birgir Halldórsson og Pétur Jökull virðist hafa stýrt keðjunni þar sem Páll Jónsson timbursali og Jóhannes Páll Durr voru neðar. Daði Björnsson svo á botninum. Pétur Jökull hafi fengið Daða til verksins og stýrt honum í einu og öllu. „Þegar horft er til stöðu Daða er það mat sækjanda að honum hafi ekki verið stætt annað en að segja að ekki væri um Pétur Jökul að ræða,“ sagði Dagmar Ösp í málflutningi sínum. Ráðlagði Pétri Jökli að skipta um síma Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, hélt uppi vörnum fyrir sinn mann fyrir dómi og sagði lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. Þess vegna hafi Pétur Jökull verið með nýjan síma þegar hann kom til landsins í febrúar eftir að hafa verði eftirlýstur af Interpol. Snorri gerði athugasemdir við skort á beinum sönnunargögnum í málinu. Þá hefði lögregla gert athugasemdir við að þegar Pétur Jökull kom til landsins í febrúar síðastliðnum hefði hann verið með nýjan síma. Engin gögn hefðu fundist á honum. Hann hlyti því að hafa eitthvað að fela. Snorri þvertók fyrir það. Hann hefði raunar ráðlagt Pétri Jökli, þar sem hann var í Taílandi og óttaðist að lenda í fangelsi þar í landi, að losa sig við símtæki. Það hefði ekki gengið vel fyrstu dagana að búa þannig um hnútana að Pétur Jökull fengi að koma frjáls ferða sinna til landsins. Hann hafi sagt honum að skipta um síma svo yfirvöld ytra gætu ekki staðsett hann á meðan sá hnútur væri óleystur. Hann hafi gert það í samtali við Pétur í viðurvist lögreglumanna. Rauðbirkinn en ekki ljóshærður? Næst beindi Snorri sjónum sínu að Daða Björnssyni, lykilvitni í málinu sem hlaut fimm ára fangelsi í málinu. Daði ræddi við skýrslutöku um að hafa aðeins verið í samskiptum við einn mann sem héti Pétur. Hann væri stórgerður, ljóshærður og þrekvaxinn, hefði átt Stone Island peysu og fleira. Þetta væru ekki nákvæmar lýsingar að mati Snorra. Stone Island væri jafnalgengt vörumerki og 66°N á Íslandi og Pétur Jökull væri frekar rauðbirkinn en ljóshærður ef eitthvað væri. „Þessi lýsing getur átt við miklu fleiri en Pétur Jökul Jónasson,“ sagði Snorri. Þá væri ekkert víst að maðurinn héti Pétur þótt hann hafi kynnt sig sem Pétur í samskiptum við Daða. „Einstaklingur sem ætlar að fela sig og gefur upp nafn, ekki fullt nafn, gefur væntanlega ekki upp sitt eigið nafn. Hann hlýtur að gefa upp eitthvað allt annað nafn en sitt eigið!“ Annað væri ansi lélegur feluleikur. Glannaleg að fullyrða um „Pétur“ Þá setti Snorri út á varðandi það að Daði hefði verið spurður út í kaffihúsið Kaffi Loka við Lokastíg. Lögregla hefði nefnt kaffihúsið að fyrra bragði og spurningin því leiðandi. Þá hefði Daði í nýlegri skýrslutöku ekki kannast við Pétur Jökul þegar hann var spurður út í fréttir af því í upphafi árs að Pétur Jökull hefði komið til landsins frá Taílandi og verið handtekinn. Svo hefði hann aftur komið fyrir dóm, sagst standa við allt sem hann hefði sagt, hefði hitt manninn nokkrum sinnum, aðeins verið í samskiptum við hann en fyrir dómi einfaldlega svarað nei. Pétur Jökull væri ekki umræddur Pétur. „Það er mjög glannalegt að tala um það yfir höfuð að þessi maður heiti yfir höfuð Pétur. Það eru engar sannanir nema þessi orð Daða.“ Dómari hefði ítrekað spurninguna og Daði sagst ekki vita hver umræddur Pétur væri. Daði hefði svarað því játandi að hann myndi þekkja þann Pétur sem hann hefði verið í samskiptum við ef hann sæi hann aftur. Fleiri Íslendingar vafalítið í Brasilíu „Það er alveg ljóst að lykilvitni í málinu, sem ákæruvaldið byggir nánar allt sitt mál á, eiginlega eina beina sönnunargagnið í málinu, hefur komið fyrir dóm og gefið lögregluskýrslu um að „Pétur“ sé ekki „Pétur Jökull“. Staldra þyrfti við það. Daði hafi aldrei breytt framburði sínum heldur staðið við hann. „Lögregla er með rangan mann. Þetta skiptir gríðarlegu máli.“ Snorri benti á að auk Daða hefðu Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr neitað að hafa átt í samskiptum við Pétur Jökul. Páll Jónsson timbursali sagðist aldrei hafa séð þann mann. Þá setti hann spurningarmerki við þá fullyrðingu saksóknara að Pétur Jökull hefði verið í Brasilíu þegar kókaínið var sett í gámana. Páll timbursali hefði rætt aðrar dagsetningar í því samhengi. Auk þess mætti fullyrða að fleiri Íslendingar hefðu verið í Brasilíu á þessum tíma og ekkert athugavert við veru Péturs Jökuls þar sem sagst hefur hafa ætlað að æfa bardagaíþróttir í Suður-Ameríkulandinu. Ekkert vitni tengdi Pétur Jökul við málið og eini framburðurinn væri frá aðila um Pétur sem alls óvíst sé að héti Pétur yfirhöfuð. Lögreglufulltrúi með ofurheyrn Þá fann Snorri að fullyrðingum lögreglumanns sem sagðist sannfærður að rödd Péturs Jökuls heyrðist í hleruðu samtali Daða Björnssonar við huldumann í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið var spilað í dómssal og var mjög óskýrt. „Lögreglufulltrúinn var ekki spurður mikið en gat með miklu hlutleysi fullyrt að upptaka úr iðnaðarbilinu væri af Pétri Jökli Jónassyni,“ sagði Snorri í hæðnistón. „Þessi fullyrðing er með miklum ólíkindum nema lögreglufulltrúinn hafi ofurheyrn. Flest allir sem hlustuðu á þetta gátu varla grein mælt mál.“ Fann Snorri að hlutleysi lögreglu við rannsókn en mál ætti að rannsaka jafnt til sektar og sakleysis. Þá gerði hann miklar athugasemdir við símagögn lögreglu í miðbænum þar sem hann vildi meina að allt hefði verið reynt til að tengja Pétur Jökul við síma sem voru notaðir til að skipuleggja innflutninginn undir dulnefni. Þá væri ýmislegt sem mætti finna að ályktunum lögreglu á notendanöfnunum, hvenær samskipti hæfust og hættu, hvar þau ættu sér stað og hvenær. Raddgreining ekkert DNA Nefndi Snorri sérstaklega 7. júlí 2022 í því samhengi þar sem Pétur Jökull mætti á æfingu í World Class í Laugardal klukkan 15:12 en tveimur mínútum fyrr sendi notandi undir dulnefni skilaboð á Daða Björnsson að hann væri að fara á æfingu. Ekkert hefði komið upp í símagögnum varðandi ferðir huldumannsins í Laugardal þennan dag. Dómari í málinu benti á að því gætu verði eðlilegar skýringar, svo sem að Pétur Jökull hefði náð nettengingu í World Class en ekki notast við 4G. Snorri sagði fullkomlega ljóst að öll kort, staðsetningar á notendum dulnafna og önnur gögn væru algjörlega ómarktækt. Ekkert væri hægt að segja um tengsl þeirra. Þá hafi lögregla haft ýmis tækifæri til að styrkja rannsókn sína svo sem með myndbendingum, öflgun frekari gagna, myndum af grunuðum á flugvöllum eða í miðbæ Reykjavíkur, og nákvæmri rannsókn. Gaf Snorri lítið fyrir rannsókn lögreglu í málinu. Þá tók Snorri fyrir vitnisburð dansks raddgreiningarsérfræðings sem greindi hleraða samtal Daða Björnssonar við huldumann sem lögregla er sannfærð um að sé Pétur Jökull. Sérfræðingurinn talaði ekki íslensku, sem væri strax galli á rannsókninni, og þá væri rannsóknin mun frekar hlutlæg en vísindaleg. „Við getum ekki notað þetta eins og eitthvað DNA,“ sagði Snorri. Upptakan væri afar óskýr og sönnunargildið í skýrslu sérfræðingsins nákvæmlega ekki neitt. Plataður til að gefa hljóðdæmi Í því samhengi fann Snorri mjög að vinnbrögðum lögreglu. Hún hefði nýtt sér hljóðupptöku af Pétri Jökli í skýrslutöku þar sem hann hefði endurtekið neitað að tjá sig. Upptökur af þeim svörum hans hefðu verið nýttar til að bera saman við hleraða samtalið. „Í skýrslutöku hefurðu rétt á að neita að tjá þig. Þú getur líka krafist þess að samtalið verði ekki tekið upp í mynd. Þá verður það bara þannig í framtíðinni að menn hafna því að skýrslutakan verði tekin upp í hljóð og mynd,“ sagði Snorri. Annars væri verið að aðstoða lögreglu að búa til raddgreiningarsönnunargagn. „Þetta fordæmi sem við erum að setja hér mun leiða okkur á ranga braut.“ Pétur Jökull hefði greint strax frá því að ætla ekki að tjá sig en svo neyddur til að gera það endurtekið, svara hverri einustu spurningu þannig, og svarið nýtt sem sönnunargagn. Engar nýjar myndir? Snorri hélt áfram og sagði rannsókn málsins ekki standast kröfur um vandvirkni. Engin sakbending hefði farið fram og því borið við að ekki væri til nægjanlega ný mynd af Pétri Jökli. Þar hefði lögregla getað fundið mynd á Instagram til dæmis. Sú afsökun standist því ekki skoðun. Þá hefði verið hægt að finna nýlegar myndir af Pétri Jökli úr eftirlitsmyndakerfi á Keflavíkurflugvelli. „Það hefði hæglega getað sparað okkur síðustu sex mánuði ef Daði hefði verið spurður fyrr að því hvort þetta væri maðurinn.“ „Engin sönnunargögn“ Þá benti Snorri á að lögregla hefði fylgst mjög vel með ferðum Birgis Halldórssonar í málinu án þess nokkurn tímann að hafa séð til Péturs Jökuls Jónssonar. Samt hefði huldumaðurinn undir dulnefninu Harry sagst ætla að fara að Birgi. Það gæti vel verið að sami maðurinn væri á bak við dulnönin Harry, Nonna, Patron Cartoon, Trucker og Johnny Rotten. En það væri ekki Pétur Jökull. Það hefði ekki tekist að sanna. „Það eru engin sönnunargögn sem byggja má á til sakfellingar. Það má fara í lottóleik eins og saksóknari talar um en það gerum við ekki í sakamáli,“ sagði Snorri og vísaði til þess að Dagmar Ösp saksóknari sagði stjarnfræðilegar líkur, á við að vinna í lottói, að ekki væri um Pétur Jökul að ræða. Tvær vikur að kveða upp dóm Daði Kristjánsson héraðsdómari lagðist yfir allt sem fram kom í málinu og rakið hefur verið hér að ofan. Hann kvað upp dóm sinn í morgun aðeins tveimur vikum eftir að aðalmeðferðinni lauk. Almennt er miðað við að dómar séu kvaddir upp innan við fjórum vikum frá lokum aðalmeðferðar og nýta dómarar þann tíma oftar en ekki nokkuð vel í stærri málum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en greinilegt er að Daði telur yfir vafa hafinn að Pétur Jökull sé sá Pétur sem Daði hitti og var í samskiptum við aðra sem hlotið hafa dóm í tengslum við stóra kókaínmálið. Rétt er að rifja upp að ákærunni á hendur Pétri Jökli var vísað frá héraðsdómi í fyrstu tilraun. Landsréttur sendi málið aftur til meðferðar í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. 20. ágúst 2024 09:00 Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari gerði í málflutningi sínum þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki vægari dóm en Birgir Halldórsson sem áður hefur hlotið dóm í málinu. Birgir fékk sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Raunar benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra í keðjunni en fyrrnefndur Birgir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp segir í samtali við fréttastofu að refsingin sé í samræmi við það sem lagt var upp með. Snorri Sturluson, verjandi Pétur Jökuls, segir að dómnum hafi þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Dómurinn hefur ekki verið birtur en ljóst er að dómari í málinu hefur talið komna fram sönnun svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulaningu á innflutningnum. Nonni og Harry Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu á sínum tíma en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður fyrir dómi ekki óttast neinn í tengslum við málið. Framburður Daða skipt sköpum Stærsta verkefni saksóknara í málinu var að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri sá sem Daði hefði hitt og sá sem aðrir dæmdu í málinu hefðu verið í samskiptum við í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið Signal. Saksóknari benti á fyrir dómi að allt sem komið hefði fram í framburði Daða þegar hann var handtekinn í ágúst 2022 hefði staðist. Gögn hefðu styrkt að Pétur Jökull væri sá Pétur hefði talað um. Það væri ekki lengur tilgáta heldur væri á því sterkur grunur. Daði hefði sagst aðeins hafa verið í samskiptum við einn mann. Hann hefði heitið Pétur þótt Daði hefði ekki gefið upp fullt nafn þessa Péturs. Hann hefði verið í sambandi við hann bæði í eigin persónu og gegnum síma. Hann hefði sótt Pétur í eitt skipti við Hótel Holt og gat lögregla með myndavélabúnaði sannreynt að Daði hefði sótt mann þangað á þeim tíma þótt ekki hefði sést framan í viðkomandi. Gæti verið hrein og klár tilviljun... Þá hefði Daði lýst Pétri sem ljóshærðum, stórgerðum og þrekvöxnum manni sem hefði verið klæddur í Stone Island peysu. Allt hlutir sem mætti heimfæra á útlit Péturs sem staðfesti að hafa átt slíka peysu. Mynd af Pétri í þannig peysu í hraðbanka staðfestu það sömuleiðis. Þá hefði Daði sagt Pétur búa nærri Kaffi Loka sem stendur við Lokastíg. Pétur Jökull átti heima við Lokastíg. Þá hefði hann komist að því að Pétur ætti fyrri dóm fyrir fíkniefnabrot. Það hefði hann séð með leit á Google. Lögreglumenn fundu við Google leit fjórtán ára gamlan dóm yfir Pétri Jökli á Google með því að leita að Pétri Jökli. Dóminn sem Daði hafði vísað til. Enginn dómur hefði komið upp með leitarorðinu Pétur. „Allt þetta gæti auðvitað verið hrein og klár tilviljun,“ sagði Dagmar Ösp og nefndi að Pétur Jökull væri býsna óheppinn að allt gæti átt við um hann. Harry stýrði Daða Þá benti Dagmar á að fjölmörg gögn væru fyrir hendi sem sýndi svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri á bak við dulnefni huldumanns sem hefði verið í samskiptum við Daða Björnsson en einnig Birgi Halldórsson sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Sími Birgis var haldlagður við rannsókn málsins og þar mátti sjá samtal Birgis á Signal við notanda með ýmis dulnefni, þar á meðal Nonni. Birgir sagði við aðalmeðferðina í fyrra ekki vera til í að segja hver væri á bak við við dulnefnið. Dagmar Ösp saksóknari minnti á að Daði hefði verði í samskiptum við notendur með dulnöfnin Nonna, Harry og Trucker. Daði hefði sagt „Pétur“ vera að baki þeim öllu. Í á þriðja hundrað skilaboða milli Harry og Daða má sjá Harry stýra Daða. Þann 7. júlí 2022 hefðu Harry og Daði rætt að hittast svo Harry geti komið nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboð sem sendu voru klukkan 15:12 sagðist Harry ætla á æfingu. Klukkan 15:10 sama dag skráði Pétur Jökull sig á æfingu í World Class í Laugum samkvæmt andlitsskannanum þar. Spjall við Svedda tönn Saksóknari benti einnig á Pétur Jökull hefði verið staddur í Brasilíu einmitt á þeim tíma sem verið var að sýsla með efnin sem fóru falin í trjádrumbum í gám á leið í skip. Pétur Jökull hefði staðfest veru sína þar þó hann kannaðist ekkert við efnin. Þá var vísað til samtals notandans Harry við Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn, um fíkniefnaviðskipti sumarið 2022. Þar hefði verið rætt um fíkniefnaviðskipti og aðila sem kallaður var B og Harry ætli að vera í samskiptum við. Telur lögregla ljóst að þar hafi Pétur Jökull verið að segjast ætla að ræða við Birgi Halldórsson. Þeir hafi báðir verið staddir á Íslandi á þessum tíma. Í skilaboðunum milli Harry og Sverris Þórs var rætt um skiptingu á 100 kubbum sem lögregla taldi að ætti við um kílóin hundrað af kókaíni. B ætti að fá 26 kubba, samstarfsaðilar sjö en Harry og Sverrir Þór rest. Það væri Harry sem setji fram þessa skiptingu á efnunum. Í framhaldi tjáði Harry Sverri að holurnar ættu að vera tilbúnar seinna um kvöldið, 15. júlí. Sama dag hafði Harry beðið Daða um að græja holur sem hann hafði keypt skóflur og fleira til. Til stóð að fela fíkniefnin í holum í Laugardalnum. Johnny Rotten ekki á Íslandi Samskiptin á Signal voru lykilatriði í þeirri mynd sem saksóknari teiknaði upp til að lýsa því hvernig Pétur Jökull átti að hafa stýrt aðgerðum en hulið slóð sína með því að skipta reglulega um notendanafn á Signal. Ýmist Harry, Nonni, Trucker, Patron Cartoon eða jafnvel Johnny Rotten. Í öllum tilfellum hafi verið um Pétur Jökul að ræða. Dagmar Ösp saksóknari benti á samskipti sem Sverrir Þór hefði verið í við aðila undir dulnefninu Johnny Rotten í júní 2022. Johnny Rotten hafi verið tengdur við símtæki á spænsku númeri. Athygli hafi vakið að Pétur Jökull var á Spáni á þessum tíma. Í framhaldinu hafi samskipti Johnny Rotten og Sverris hætt. Í hönd hafi farið samskipti Sverris Þórs við aðila undir dulnefninu Harry. Bæði Johnny Rotten og Harry séu að ræða um sömu hluti við Sverri Þór. Telur saksóknari að Pétur Jökull, sem kom til Íslands frá Spáni í júní, hafi við komuna til Íslands skipt um síma og haldið samtalinu áfram sem Harry. Patron Cartoon tók við af Harry Saksóknari sagði notanda með dulnefnið Patron Cartoon hafa verið í samskiptum við bæði Daða Björnsson og Sverri Þór. Í báðum tilfellum virðist Patron Cartoon hafa tekið við af notandanum Harry. Síðustu samskipti Harry við Daða voru 8. júní 2022 og tók Patron Cartoon við sama dag. Þá voru síðustu samskipti Harry við Sverri þann 6. júlí og tók Patron Cartoon við þann 8. júlí. Dagmar saksóknari sagði margt benda til þess að notandinn hafi losað sig við síma og búið til nýjan notanda undir dulnefninu Patron Cartoon. Í því samhengi nefndi hún að Harry hefði tjáð Sverri í skilaboðum að hann ætlaði að skipta um síma. Svo hefði Patron Cartoon mætt til leiks með skilaboðunum: „Nýtt tól“. „Vantaði eitthvað til að djamma“ Lögregla hafi svo með því að fylgjast með notandanum Patron Cartoon séð símann á bak við notandann ferðast frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Í framhaldinu hafi persónulegur sími Péturs Jökuls verið skoðaður og í ljós komið að hann ferðaðist sama dag frá Þýskalandi til Taílands. Þá sagði saksóknari rannsókn lögreglu á símagögnum sýna fram á að sími Péturs Jökuls og símans á bak við notandann Patron Cartoon hefðu sést á svipuðum stað á höfuðborgarsvæðinu áður en þeir fóru til Taílands. Flestar tengingar hafi verið nærri Lokastíg þar sem Pétur Jökull var til heimilis. Hún vísaði til orða sérfræðings í greiningu gagna sem kom fyrir dóminn sem sagði mjög óvanalegt að sjá svona margar tengingar milli tveggja símanúmera nema um væri að ræða par eða nána aðila. Líklegast væri sami aðili á bak við bæði númerin. Dagmar saksóknari benti líka á samskipti Patron Cartoon við Sverri þar sem augljóst hefði verið að umræðuefnið væri fíkniefni. Talað hefði verið um kubba, duft, kúlur og burðardýr. Á einhverjum tímapunkti hefði Patron Cartoon spurt hver hans hlutur yrði og líka tjáð honum að aðlil nákominn B væri í Kaupmannahöfn og „vantaði eitthvað til að djamma.“ Lögregla staðfesti að þegar þessi skilaboð voru send var viðkomandi aðili staddur í Kaupmannahöfn. Að lokum benti saksóknari á skilaboð frá Patron Cartoon til Sverris Þórs þann 5. ágúst þar sem hann óskaði eftir mikilvægu samtali. Þann 4. ágúst hafði lögregla ráðist til atlögu og handtekið Daða Björnsson, Birgi Halldórsson, Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við málið. Lagt hafði verið hald á kókaínið. Enskumælandi sem sagði „sælir“ Dagmar Ösp staldraði líka við notendanafnið Trucker sem var á taílensku númeri. Trucker hóf samskipti við Daða eftir komu Péturs Jökuls til Taílands. Á sama tíma hafi notandinn Nonni spjallað við Birgi. Dagmar vísaði til hljóðritunar á samtali sem Daði átti við Trucker úr iðnaðarbili í Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið er óskýrt en þó ljóst að rætt er á íslensku. Á sama tíma fóru samskipti Daða og Truckers í skilaboðum á Signal fram á ensku. Dagmar segir það aðeins hafa verið til að villa um fyrir lögreglu. Ljóst sé að Íslendingar séu að ræða saman enda bregði fyrir orðum á borð við „sælir“ og „94 kubbar“. Notandinn á bak við Trucker og Nonna hafi gætt þess að tala alltaf við Daða sem Trucker og við Birgi sem Nonni. Það hafi verið gert til að koma ekki upp um tengsl aðila. Það hafi gengið vel allt þar til Trucker náði ekki í Daða þann 4. ágúst. Þann dag hafi bæði Trucker en líka Patron Cartoon reynt að ná í Daða og sömuleiðis hafi Birgir reynt það líka. Þarna hafi keðjan brotnað. Þá bætti Dagmar við að danskur sérfræðingur í raddgreiningu sem hlustaði á upptökuna sagði ekkert útiloka að það væri rödd Péturs Jökuls sem heyrðist í hleruðu símtalinu í Gjáhellu. Margt væri líkt með rödd ákærða og þeirri sem heyrðist. Niðurstaðan væri plús einn á skalanum mínus fjórir til plús fjórir. Daði í ómögulegri stöðu Dagmar Ösp saksóknari sagði í málflutningi sínum að með hliðsjón af öllu framantöldu væri neitun Daða þess efnis að sá „Pétur“ sem hann hefði verið í samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson ótrúverðug. Líta yrði á framburð hans með hliðsjón af þeirri stöðu sem hann væri í. Ljóst hafi verið að Daða ætti að fórna ef eitthvað kæmi upp á. Hann hefði átt að sækja efnin, aka með þau um höfuðborgarsvæðið, grafa holu og koma þeim fyrir. Taka mesta áhættuna. Á meðan hefðu þeir sem stóðu ofar í keðjunni getað verið stikkfrí og sagst aldrei hafa komið nálægt efnunum. Birgir Halldórsson og Pétur Jökull virðist hafa stýrt keðjunni þar sem Páll Jónsson timbursali og Jóhannes Páll Durr voru neðar. Daði Björnsson svo á botninum. Pétur Jökull hafi fengið Daða til verksins og stýrt honum í einu og öllu. „Þegar horft er til stöðu Daða er það mat sækjanda að honum hafi ekki verið stætt annað en að segja að ekki væri um Pétur Jökul að ræða,“ sagði Dagmar Ösp í málflutningi sínum. Ráðlagði Pétri Jökli að skipta um síma Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, hélt uppi vörnum fyrir sinn mann fyrir dómi og sagði lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. Þess vegna hafi Pétur Jökull verið með nýjan síma þegar hann kom til landsins í febrúar eftir að hafa verði eftirlýstur af Interpol. Snorri gerði athugasemdir við skort á beinum sönnunargögnum í málinu. Þá hefði lögregla gert athugasemdir við að þegar Pétur Jökull kom til landsins í febrúar síðastliðnum hefði hann verið með nýjan síma. Engin gögn hefðu fundist á honum. Hann hlyti því að hafa eitthvað að fela. Snorri þvertók fyrir það. Hann hefði raunar ráðlagt Pétri Jökli, þar sem hann var í Taílandi og óttaðist að lenda í fangelsi þar í landi, að losa sig við símtæki. Það hefði ekki gengið vel fyrstu dagana að búa þannig um hnútana að Pétur Jökull fengi að koma frjáls ferða sinna til landsins. Hann hafi sagt honum að skipta um síma svo yfirvöld ytra gætu ekki staðsett hann á meðan sá hnútur væri óleystur. Hann hafi gert það í samtali við Pétur í viðurvist lögreglumanna. Rauðbirkinn en ekki ljóshærður? Næst beindi Snorri sjónum sínu að Daða Björnssyni, lykilvitni í málinu sem hlaut fimm ára fangelsi í málinu. Daði ræddi við skýrslutöku um að hafa aðeins verið í samskiptum við einn mann sem héti Pétur. Hann væri stórgerður, ljóshærður og þrekvaxinn, hefði átt Stone Island peysu og fleira. Þetta væru ekki nákvæmar lýsingar að mati Snorra. Stone Island væri jafnalgengt vörumerki og 66°N á Íslandi og Pétur Jökull væri frekar rauðbirkinn en ljóshærður ef eitthvað væri. „Þessi lýsing getur átt við miklu fleiri en Pétur Jökul Jónasson,“ sagði Snorri. Þá væri ekkert víst að maðurinn héti Pétur þótt hann hafi kynnt sig sem Pétur í samskiptum við Daða. „Einstaklingur sem ætlar að fela sig og gefur upp nafn, ekki fullt nafn, gefur væntanlega ekki upp sitt eigið nafn. Hann hlýtur að gefa upp eitthvað allt annað nafn en sitt eigið!“ Annað væri ansi lélegur feluleikur. Glannaleg að fullyrða um „Pétur“ Þá setti Snorri út á varðandi það að Daði hefði verið spurður út í kaffihúsið Kaffi Loka við Lokastíg. Lögregla hefði nefnt kaffihúsið að fyrra bragði og spurningin því leiðandi. Þá hefði Daði í nýlegri skýrslutöku ekki kannast við Pétur Jökul þegar hann var spurður út í fréttir af því í upphafi árs að Pétur Jökull hefði komið til landsins frá Taílandi og verið handtekinn. Svo hefði hann aftur komið fyrir dóm, sagst standa við allt sem hann hefði sagt, hefði hitt manninn nokkrum sinnum, aðeins verið í samskiptum við hann en fyrir dómi einfaldlega svarað nei. Pétur Jökull væri ekki umræddur Pétur. „Það er mjög glannalegt að tala um það yfir höfuð að þessi maður heiti yfir höfuð Pétur. Það eru engar sannanir nema þessi orð Daða.“ Dómari hefði ítrekað spurninguna og Daði sagst ekki vita hver umræddur Pétur væri. Daði hefði svarað því játandi að hann myndi þekkja þann Pétur sem hann hefði verið í samskiptum við ef hann sæi hann aftur. Fleiri Íslendingar vafalítið í Brasilíu „Það er alveg ljóst að lykilvitni í málinu, sem ákæruvaldið byggir nánar allt sitt mál á, eiginlega eina beina sönnunargagnið í málinu, hefur komið fyrir dóm og gefið lögregluskýrslu um að „Pétur“ sé ekki „Pétur Jökull“. Staldra þyrfti við það. Daði hafi aldrei breytt framburði sínum heldur staðið við hann. „Lögregla er með rangan mann. Þetta skiptir gríðarlegu máli.“ Snorri benti á að auk Daða hefðu Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr neitað að hafa átt í samskiptum við Pétur Jökul. Páll Jónsson timbursali sagðist aldrei hafa séð þann mann. Þá setti hann spurningarmerki við þá fullyrðingu saksóknara að Pétur Jökull hefði verið í Brasilíu þegar kókaínið var sett í gámana. Páll timbursali hefði rætt aðrar dagsetningar í því samhengi. Auk þess mætti fullyrða að fleiri Íslendingar hefðu verið í Brasilíu á þessum tíma og ekkert athugavert við veru Péturs Jökuls þar sem sagst hefur hafa ætlað að æfa bardagaíþróttir í Suður-Ameríkulandinu. Ekkert vitni tengdi Pétur Jökul við málið og eini framburðurinn væri frá aðila um Pétur sem alls óvíst sé að héti Pétur yfirhöfuð. Lögreglufulltrúi með ofurheyrn Þá fann Snorri að fullyrðingum lögreglumanns sem sagðist sannfærður að rödd Péturs Jökuls heyrðist í hleruðu samtali Daða Björnssonar við huldumann í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið var spilað í dómssal og var mjög óskýrt. „Lögreglufulltrúinn var ekki spurður mikið en gat með miklu hlutleysi fullyrt að upptaka úr iðnaðarbilinu væri af Pétri Jökli Jónassyni,“ sagði Snorri í hæðnistón. „Þessi fullyrðing er með miklum ólíkindum nema lögreglufulltrúinn hafi ofurheyrn. Flest allir sem hlustuðu á þetta gátu varla grein mælt mál.“ Fann Snorri að hlutleysi lögreglu við rannsókn en mál ætti að rannsaka jafnt til sektar og sakleysis. Þá gerði hann miklar athugasemdir við símagögn lögreglu í miðbænum þar sem hann vildi meina að allt hefði verið reynt til að tengja Pétur Jökul við síma sem voru notaðir til að skipuleggja innflutninginn undir dulnefni. Þá væri ýmislegt sem mætti finna að ályktunum lögreglu á notendanöfnunum, hvenær samskipti hæfust og hættu, hvar þau ættu sér stað og hvenær. Raddgreining ekkert DNA Nefndi Snorri sérstaklega 7. júlí 2022 í því samhengi þar sem Pétur Jökull mætti á æfingu í World Class í Laugardal klukkan 15:12 en tveimur mínútum fyrr sendi notandi undir dulnefni skilaboð á Daða Björnsson að hann væri að fara á æfingu. Ekkert hefði komið upp í símagögnum varðandi ferðir huldumannsins í Laugardal þennan dag. Dómari í málinu benti á að því gætu verði eðlilegar skýringar, svo sem að Pétur Jökull hefði náð nettengingu í World Class en ekki notast við 4G. Snorri sagði fullkomlega ljóst að öll kort, staðsetningar á notendum dulnafna og önnur gögn væru algjörlega ómarktækt. Ekkert væri hægt að segja um tengsl þeirra. Þá hafi lögregla haft ýmis tækifæri til að styrkja rannsókn sína svo sem með myndbendingum, öflgun frekari gagna, myndum af grunuðum á flugvöllum eða í miðbæ Reykjavíkur, og nákvæmri rannsókn. Gaf Snorri lítið fyrir rannsókn lögreglu í málinu. Þá tók Snorri fyrir vitnisburð dansks raddgreiningarsérfræðings sem greindi hleraða samtal Daða Björnssonar við huldumann sem lögregla er sannfærð um að sé Pétur Jökull. Sérfræðingurinn talaði ekki íslensku, sem væri strax galli á rannsókninni, og þá væri rannsóknin mun frekar hlutlæg en vísindaleg. „Við getum ekki notað þetta eins og eitthvað DNA,“ sagði Snorri. Upptakan væri afar óskýr og sönnunargildið í skýrslu sérfræðingsins nákvæmlega ekki neitt. Plataður til að gefa hljóðdæmi Í því samhengi fann Snorri mjög að vinnbrögðum lögreglu. Hún hefði nýtt sér hljóðupptöku af Pétri Jökli í skýrslutöku þar sem hann hefði endurtekið neitað að tjá sig. Upptökur af þeim svörum hans hefðu verið nýttar til að bera saman við hleraða samtalið. „Í skýrslutöku hefurðu rétt á að neita að tjá þig. Þú getur líka krafist þess að samtalið verði ekki tekið upp í mynd. Þá verður það bara þannig í framtíðinni að menn hafna því að skýrslutakan verði tekin upp í hljóð og mynd,“ sagði Snorri. Annars væri verið að aðstoða lögreglu að búa til raddgreiningarsönnunargagn. „Þetta fordæmi sem við erum að setja hér mun leiða okkur á ranga braut.“ Pétur Jökull hefði greint strax frá því að ætla ekki að tjá sig en svo neyddur til að gera það endurtekið, svara hverri einustu spurningu þannig, og svarið nýtt sem sönnunargagn. Engar nýjar myndir? Snorri hélt áfram og sagði rannsókn málsins ekki standast kröfur um vandvirkni. Engin sakbending hefði farið fram og því borið við að ekki væri til nægjanlega ný mynd af Pétri Jökli. Þar hefði lögregla getað fundið mynd á Instagram til dæmis. Sú afsökun standist því ekki skoðun. Þá hefði verið hægt að finna nýlegar myndir af Pétri Jökli úr eftirlitsmyndakerfi á Keflavíkurflugvelli. „Það hefði hæglega getað sparað okkur síðustu sex mánuði ef Daði hefði verið spurður fyrr að því hvort þetta væri maðurinn.“ „Engin sönnunargögn“ Þá benti Snorri á að lögregla hefði fylgst mjög vel með ferðum Birgis Halldórssonar í málinu án þess nokkurn tímann að hafa séð til Péturs Jökuls Jónssonar. Samt hefði huldumaðurinn undir dulnefninu Harry sagst ætla að fara að Birgi. Það gæti vel verið að sami maðurinn væri á bak við dulnönin Harry, Nonna, Patron Cartoon, Trucker og Johnny Rotten. En það væri ekki Pétur Jökull. Það hefði ekki tekist að sanna. „Það eru engin sönnunargögn sem byggja má á til sakfellingar. Það má fara í lottóleik eins og saksóknari talar um en það gerum við ekki í sakamáli,“ sagði Snorri og vísaði til þess að Dagmar Ösp saksóknari sagði stjarnfræðilegar líkur, á við að vinna í lottói, að ekki væri um Pétur Jökul að ræða. Tvær vikur að kveða upp dóm Daði Kristjánsson héraðsdómari lagðist yfir allt sem fram kom í málinu og rakið hefur verið hér að ofan. Hann kvað upp dóm sinn í morgun aðeins tveimur vikum eftir að aðalmeðferðinni lauk. Almennt er miðað við að dómar séu kvaddir upp innan við fjórum vikum frá lokum aðalmeðferðar og nýta dómarar þann tíma oftar en ekki nokkuð vel í stærri málum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en greinilegt er að Daði telur yfir vafa hafinn að Pétur Jökull sé sá Pétur sem Daði hitti og var í samskiptum við aðra sem hlotið hafa dóm í tengslum við stóra kókaínmálið. Rétt er að rifja upp að ákærunni á hendur Pétri Jökli var vísað frá héraðsdómi í fyrstu tilraun. Landsréttur sendi málið aftur til meðferðar í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. 20. ágúst 2024 09:00 Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. 20. ágúst 2024 09:00
Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56