Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. ágúst 2024 07:02 Ingólfur Abrahim Shahin er stór eigandi í Guide to Iceland. Guide to Iceland Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. Þetta segir Ingólfur í samtali við Vísi. Guide to Iceland er ráðandi bókunarsíða í íslenskri ferðaþjónustu. Þar hefur meðal annars verið hægt að bóka íshellaferðir á Breiðamerkurjökli með leiðsögufyrirtækjum eins og Ice Pic Journeys. Hann bendir á að Ice Pic Journeys sé í viðskiptum við fjölmargar bókunarsíður og hótel og því alls ekki hægt að segja til um það í gegnum hvaða bókunarsíðu hver ferðamaður bókaði og með öllu óvíst hvort nokkur ferðamaður í þessari tilteknu ferð hafi bókað í gegnum Guide to Iceland. Ómögulegt fyrir okkur að vita „Við höldum utan um allar bókanir sem koma frá okkur en við vitum ekki hve stór hluti það er af hverri heildarferð. Það er ómögulegt fyrir okkur að vita,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Hann bendir á að sá eini sem fær heildarlista yfir gesti í hverri ferð séu fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir sem Guide to Iceland endurselur. Á bókunarsíðu Guide to Iceland er hægt að kaupa alls konar ferðir fyrir nokkra í einu án þess að skrá upplýsingar um hvern og einn gest eða farþega í hverri ferð. Guide to Iceland fær einungis upplýsingar um þann sem greiðir fyrir ferðina. Leiðsögumaðurinn sá eini sem sé með heildarlista Ýmsir aðilar í ferðaþjónustunni hafa bent á að að lokum sé það á ábyrgð hvers og eins fyrirtækis sem gerir út ferðir að halda utan um nöfn og fjölda þeirra sem taka þátt í hverri ferð. Lögreglan átti í vandræðum á sunnudaginn þegar slysið varð að vera viss hvort að einhver væri enn undir ísnum þar sem það vantaði nöfn á lista Ice Pic Journeys. Ingólfur minnir á að engin lög séu til staðar sem segi til um það að bókunarsíður í ferðir hér á landi hafi nöfn allra þeirra sem kaupa ferðina. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Þetta segir Ingólfur í samtali við Vísi. Guide to Iceland er ráðandi bókunarsíða í íslenskri ferðaþjónustu. Þar hefur meðal annars verið hægt að bóka íshellaferðir á Breiðamerkurjökli með leiðsögufyrirtækjum eins og Ice Pic Journeys. Hann bendir á að Ice Pic Journeys sé í viðskiptum við fjölmargar bókunarsíður og hótel og því alls ekki hægt að segja til um það í gegnum hvaða bókunarsíðu hver ferðamaður bókaði og með öllu óvíst hvort nokkur ferðamaður í þessari tilteknu ferð hafi bókað í gegnum Guide to Iceland. Ómögulegt fyrir okkur að vita „Við höldum utan um allar bókanir sem koma frá okkur en við vitum ekki hve stór hluti það er af hverri heildarferð. Það er ómögulegt fyrir okkur að vita,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Hann bendir á að sá eini sem fær heildarlista yfir gesti í hverri ferð séu fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir sem Guide to Iceland endurselur. Á bókunarsíðu Guide to Iceland er hægt að kaupa alls konar ferðir fyrir nokkra í einu án þess að skrá upplýsingar um hvern og einn gest eða farþega í hverri ferð. Guide to Iceland fær einungis upplýsingar um þann sem greiðir fyrir ferðina. Leiðsögumaðurinn sá eini sem sé með heildarlista Ýmsir aðilar í ferðaþjónustunni hafa bent á að að lokum sé það á ábyrgð hvers og eins fyrirtækis sem gerir út ferðir að halda utan um nöfn og fjölda þeirra sem taka þátt í hverri ferð. Lögreglan átti í vandræðum á sunnudaginn þegar slysið varð að vera viss hvort að einhver væri enn undir ísnum þar sem það vantaði nöfn á lista Ice Pic Journeys. Ingólfur minnir á að engin lög séu til staðar sem segi til um það að bókunarsíður í ferðir hér á landi hafi nöfn allra þeirra sem kaupa ferðina.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38