Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 14:05 Leikstjórinn Baldvin Z. ásamt Aldísi Amah Hamilton sem fer með eitt af aðalhlutverkum í Svörtu söndum. Eva Rut Hjaltadóttir Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Í fyrstu seríu var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2 og er hið sama uppi á teningnum nú. Eitt heildstætt verk Fyrri þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir tveimur árum síðan. Þáttaröðin vakti gríðarlega athygli og fór í dreifingu víðsvegar um heim. Leikstjórinn Baldvin Z segir í samtali við Vísi mörgum spurningum enn ósvarað í söguþræði þáttanna. Hann segir að Svörtu sandar 1 og 2 séu eitt heildstætt verk. „Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Baldvin segir að með seinni seríunni verði sögunni því lokað. Hann segir hlæjandi að það hafi ekki kitlað hann að halda endanum opnum í þetta skiptið svo hægt væri halda áfram með Svörtu sanda til eilífðar nóns. Það séu heilmikil vísindi að gefa ekki of mikið upp í stiklunni. „En allt sem kemur þar fram verður gefið upp í fyrsta þætti. Þannig hún gefur í rauninni ekki mikið upp og ef eitthvað er þá er mun meira af óvæntum sögubeygjum í þessari seríu heldur en í síðustu.“ Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 þann 6. október. Baldvin segist vilja hvetja alla sem enn eigi eftir að sjá seríu eitt til þess að láta verða af því. „Og þau hin sem eru búin að sjá hana þau ættu að horfa aftur!“ Hægt er að horfa á fyrstu seríu af Svörtu söndum á streymisveitu Stöð 2+. Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Í fyrstu seríu var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2 og er hið sama uppi á teningnum nú. Eitt heildstætt verk Fyrri þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir tveimur árum síðan. Þáttaröðin vakti gríðarlega athygli og fór í dreifingu víðsvegar um heim. Leikstjórinn Baldvin Z segir í samtali við Vísi mörgum spurningum enn ósvarað í söguþræði þáttanna. Hann segir að Svörtu sandar 1 og 2 séu eitt heildstætt verk. „Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Baldvin segir að með seinni seríunni verði sögunni því lokað. Hann segir hlæjandi að það hafi ekki kitlað hann að halda endanum opnum í þetta skiptið svo hægt væri halda áfram með Svörtu sanda til eilífðar nóns. Það séu heilmikil vísindi að gefa ekki of mikið upp í stiklunni. „En allt sem kemur þar fram verður gefið upp í fyrsta þætti. Þannig hún gefur í rauninni ekki mikið upp og ef eitthvað er þá er mun meira af óvæntum sögubeygjum í þessari seríu heldur en í síðustu.“ Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 þann 6. október. Baldvin segist vilja hvetja alla sem enn eigi eftir að sjá seríu eitt til þess að láta verða af því. „Og þau hin sem eru búin að sjá hana þau ættu að horfa aftur!“ Hægt er að horfa á fyrstu seríu af Svörtu söndum á streymisveitu Stöð 2+.
Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira