Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 21:31 Örn Alfreðsson framkvæmdastjóri hjá Origo og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis Vísir/Arnar Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar
Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira