„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:17 Helgi Már var vel til hafður á Ölveri áðan. stöð 2 Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira