Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 23:51 Kamala Harris hýr á brá á ferð í Savannah í Georgíu. Viðtalið við CNN var tekið upp þar. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sjá meira
Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sjá meira
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55