Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira