Sú besta í heimi æfir með plástur fyrir munninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Iga Swiatek hlustar á þjálfarateymi sitt líka þegar þeir segja henni að æfa með plástur fyrir munninum Getty/Robert Prange Pólska tenniskonan Iga Swiatek hefur verið efst á heimslista kvenna í tennis í meira en fjörutíu vikur. Þjálfarateymi hennar fer öðruvísi leið að því að auka þol hennar. Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr Tennis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Sjá meira
Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr
Tennis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Sjá meira