Svarar engu um framboð til formanns Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2024 13:05 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira