Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma í veg fyrir frekari hækkun raforkuverðs. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna óttast að raforkuverð allt að fjórfaldist verði ekkert gert. Hann segir dæmi um það víða um heim að þak sé sett á raforkuverð fyrir heimilin. „Við töluðum við Alþingismenn núna í haust þegar nýtt frumvarp til raforkulaga var til umræðu um að það þyrfti að setja hámark á raforkuverð til heimila. Heimilin nota bara fimm prósent af raforku sem er framleidd á Íslandi þannig að það ætti að vera lítið mál að selja þá raforku á því sem næst kostnaðarverði,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Reykjavík síðdegis í gær. Fram kom í nýrri mælingu Hagstofunnar gær að rafmagn og hiti hefði hækkað um 3,3 prósent á milli mánaða. Breki segir þetta áhyggjuefni og nefnir að bæði í Bretlandi og Evrópu hafi verið sett þak á raforkuverð til heimilanna. „Við getum alveg gert það og til dæmis eins og er með vatn: Öll sveitarfélög eru skyldug til að selja öllum heimilum í sveitarfélaginu vatn og mega taka af því tvö prósent arðsemi.“ Vill að lögum verði breytt Hann bætir vðað af heitu vatni megi taka sjö prósent arðsemi og flutningur rafmagns megi skila fimm prósent arðsemi. „Sama á að gilda um raforkusölu til heimilanna. Þetta er bara sjálfsagt mál og ætti að vera lítið mál að leiða í lög.“ Ef ekkert verður að gert, heldurðu að þetta haldi áfram að rjúka svona upp? „Við erum hrædd um það að ef ekkert verður að gert muni aðstaðan hjá okkur verða svipuð og í Norður-Evrópu þar sem raforka hækkaði fyrir nokkrum árum þrefalt, fjórfalt og hefur ekki náð að lækka aftur. Þetta getum við komið í veg fyrir ef við viljum.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
„Við töluðum við Alþingismenn núna í haust þegar nýtt frumvarp til raforkulaga var til umræðu um að það þyrfti að setja hámark á raforkuverð til heimila. Heimilin nota bara fimm prósent af raforku sem er framleidd á Íslandi þannig að það ætti að vera lítið mál að selja þá raforku á því sem næst kostnaðarverði,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Reykjavík síðdegis í gær. Fram kom í nýrri mælingu Hagstofunnar gær að rafmagn og hiti hefði hækkað um 3,3 prósent á milli mánaða. Breki segir þetta áhyggjuefni og nefnir að bæði í Bretlandi og Evrópu hafi verið sett þak á raforkuverð til heimilanna. „Við getum alveg gert það og til dæmis eins og er með vatn: Öll sveitarfélög eru skyldug til að selja öllum heimilum í sveitarfélaginu vatn og mega taka af því tvö prósent arðsemi.“ Vill að lögum verði breytt Hann bætir vðað af heitu vatni megi taka sjö prósent arðsemi og flutningur rafmagns megi skila fimm prósent arðsemi. „Sama á að gilda um raforkusölu til heimilanna. Þetta er bara sjálfsagt mál og ætti að vera lítið mál að leiða í lög.“ Ef ekkert verður að gert, heldurðu að þetta haldi áfram að rjúka svona upp? „Við erum hrædd um það að ef ekkert verður að gert muni aðstaðan hjá okkur verða svipuð og í Norður-Evrópu þar sem raforka hækkaði fyrir nokkrum árum þrefalt, fjórfalt og hefur ekki náð að lækka aftur. Þetta getum við komið í veg fyrir ef við viljum.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“