NHL stjarna og bróðir hans létust daginn fyrir brúðkaup systur þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 09:00 Bræðurnir Johnny Gaudreau og Matthew Gaudreau létust báðir. X NHL leikmaðurinn Johnny Gaudreau lést ásamt yngri bróður sinum þegar keyrt var á þá í Salem County í New Jersey fylki á fimmtudaginn. Gaudreau bræðurnir voru úti í hjólatúr þegar jeppi keyrði aftan á þá með þessum skelfilegu afleiðingum. Hinn 31 árs gamli Johnny Gaudreau var leikmaður með NHL-liðinu Columbus Blue Jackets. Matthew, bróðir hans, var tveimur árum yngri. Brothers Johnny Gaudreau and Matthew Gaudreau have tragically passed away. Johnny was 31 and Matthew was 29. pic.twitter.com/FUrwqxrYTs— TSN (@TSN_Sports) August 30, 2024 Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir tvö manndráp. Hann var að auk þess kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og að flýja slysstað. Hann heitir Sean Higgins og er 43 ára gamall. Higgins sagðist hafa drukkið fimm til sex bjóra. Jeppinn keyrði aftan á bræðurna þegar hann var að keyra fram úr bíl sem hafði búið til pláss fyrir hjólreiðamennina tvo. Bræðurnir voru báðir úrskurðaðir látnir á staðnum. Þetta átti að vera mikil gleðihelgi fyrir Gaudreau fjölskylduna því brúðkaup systur þeirra átti að fara fram daginn eftir slysið. Bræðurnir voru því komnir til New Jersey til að taka þátt í brúðkaupi Katie en systkinin ólust öll upp á þessu svæði. „Við viljum láta alla vita af því að við erum að fá allar kveðjurnar og við kunnum að meta þær sem og allar bænir ykkar. Við óskum eftir því að þið berið virðingu fyrir einkalífi okkar og gefið okkur áfram frið á þessum afar erfiða sorgartíma,“ sagði Jim Gaudreau, frændi þeirra í yfirlýsingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=huPyHYWr2Ns">watch on YouTube</a> Íshokkí Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sjá meira
Gaudreau bræðurnir voru úti í hjólatúr þegar jeppi keyrði aftan á þá með þessum skelfilegu afleiðingum. Hinn 31 árs gamli Johnny Gaudreau var leikmaður með NHL-liðinu Columbus Blue Jackets. Matthew, bróðir hans, var tveimur árum yngri. Brothers Johnny Gaudreau and Matthew Gaudreau have tragically passed away. Johnny was 31 and Matthew was 29. pic.twitter.com/FUrwqxrYTs— TSN (@TSN_Sports) August 30, 2024 Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir tvö manndráp. Hann var að auk þess kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og að flýja slysstað. Hann heitir Sean Higgins og er 43 ára gamall. Higgins sagðist hafa drukkið fimm til sex bjóra. Jeppinn keyrði aftan á bræðurna þegar hann var að keyra fram úr bíl sem hafði búið til pláss fyrir hjólreiðamennina tvo. Bræðurnir voru báðir úrskurðaðir látnir á staðnum. Þetta átti að vera mikil gleðihelgi fyrir Gaudreau fjölskylduna því brúðkaup systur þeirra átti að fara fram daginn eftir slysið. Bræðurnir voru því komnir til New Jersey til að taka þátt í brúðkaupi Katie en systkinin ólust öll upp á þessu svæði. „Við viljum láta alla vita af því að við erum að fá allar kveðjurnar og við kunnum að meta þær sem og allar bænir ykkar. Við óskum eftir því að þið berið virðingu fyrir einkalífi okkar og gefið okkur áfram frið á þessum afar erfiða sorgartíma,“ sagði Jim Gaudreau, frændi þeirra í yfirlýsingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=huPyHYWr2Ns">watch on YouTube</a>
Íshokkí Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sjá meira