Dalvík/Reynir fallnir og Þórsarar enn í hættu Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 18:23 Aron Einar gæti enn fallið með Þórsurum. Þór fótbolti Lið Dalvík/Reynis er fallið í 2. deild eftir tap gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag. Lið Þórs frá Akureyri er enn í fallhættu en liðið gerði jafntefli við ÍR á heimavelli. Dalvík/Reynir þurfti sigur gegn Leikni frá Reykjavík í dag til að eygja möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. Fyrir leikinn var Dalvík/Reynir með 13 stig í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Gróttu og sex stigum á eftir Þór sem var í 10. sæti. Leikurinn gegn Leikni í dag byrjaði vel fyrir Norðanmenn þegar Áki Sölvason kom Dalvík/Reyni yfir á 24. mínútu. Það stefndi allt í að liðið færi með 1-0 forystu í hálfleikinn en Sindri Björnsson jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Það voru svo heimamenn í Leikni sem höfðu yfirhöndina í síðari hálfleik. Á 82. mínútu skoraði Kári Steinn Hlífarsson sigurmark liðsins og tryggði 2-1 sigur. Dalvík/Reynir er þar með fallið þar sem Þórsarar náðu í stig í leik sínum gegn ÍR. Leiknir er í 9. sæti Lengjudeilarinnar með 24 stig og bjargaði sér endanlega frá falli með sigrinum. Þór enn í fallhættu Á Akureyri tóku Þórsarar á móti ÍR en Þór var í 10. sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn og aðeins þremur stigum á undan Gróttu sem sat í fallsæti. ÍR var í 6. sæti og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Hákon Dagur Matthíasson kom ÍR yfir á 13. mínútu leiksins en með sigri gátu Breiðhyltingar farið alla leið upp í 4. sæti deildarinnar og jafnað Keflavík og Fjölni að stigum sem voru í 2. - 3. sæti. Staðan í hálfleik var 1-0 en Marc Rochester Sörensen jafnaði metin í 1-1 fyrir Þór í síðari hálfleik og tryggði liðinu stig. Lokatölur 1-1 og ÍR er núna þremur stigum á eftir toppliði ÍBV og með í baráttunni um að fara beint upp í Bestu deildina. Þór er áfram í 10. sæti og er fjórum stigum á undan Gróttu sem er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni. Stigið sem Þór nældi í þýðir að Dalvík/Reynir getur ekki lengur náð Þórsurum að stigum og falla því niður í 2. deild. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Dalvík/Reynir þurfti sigur gegn Leikni frá Reykjavík í dag til að eygja möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. Fyrir leikinn var Dalvík/Reynir með 13 stig í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Gróttu og sex stigum á eftir Þór sem var í 10. sæti. Leikurinn gegn Leikni í dag byrjaði vel fyrir Norðanmenn þegar Áki Sölvason kom Dalvík/Reyni yfir á 24. mínútu. Það stefndi allt í að liðið færi með 1-0 forystu í hálfleikinn en Sindri Björnsson jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Það voru svo heimamenn í Leikni sem höfðu yfirhöndina í síðari hálfleik. Á 82. mínútu skoraði Kári Steinn Hlífarsson sigurmark liðsins og tryggði 2-1 sigur. Dalvík/Reynir er þar með fallið þar sem Þórsarar náðu í stig í leik sínum gegn ÍR. Leiknir er í 9. sæti Lengjudeilarinnar með 24 stig og bjargaði sér endanlega frá falli með sigrinum. Þór enn í fallhættu Á Akureyri tóku Þórsarar á móti ÍR en Þór var í 10. sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn og aðeins þremur stigum á undan Gróttu sem sat í fallsæti. ÍR var í 6. sæti og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Hákon Dagur Matthíasson kom ÍR yfir á 13. mínútu leiksins en með sigri gátu Breiðhyltingar farið alla leið upp í 4. sæti deildarinnar og jafnað Keflavík og Fjölni að stigum sem voru í 2. - 3. sæti. Staðan í hálfleik var 1-0 en Marc Rochester Sörensen jafnaði metin í 1-1 fyrir Þór í síðari hálfleik og tryggði liðinu stig. Lokatölur 1-1 og ÍR er núna þremur stigum á eftir toppliði ÍBV og með í baráttunni um að fara beint upp í Bestu deildina. Þór er áfram í 10. sæti og er fjórum stigum á undan Gróttu sem er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni. Stigið sem Þór nældi í þýðir að Dalvík/Reynir getur ekki lengur náð Þórsurum að stigum og falla því niður í 2. deild. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira