Sport

Dag­skráin í dag: Fimm leikir í Bestu deildinni og stór­leikur í Víkinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gylfi Þór verður væntanlega í eldlínunni með Valsmönnum gegn Víkingum í kvöld.
Gylfi Þór verður væntanlega í eldlínunni með Valsmönnum gegn Víkingum í kvöld. Vísir/Diego

Heil umferð fer fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Þar á meðal er stórleikur Víkings og Vals í Fossvoginum. Þá fer Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fram.

Stöð 2 Sport

Klukkan 14:00 verður leikur Tindastóls og Keflavíkur í neðri hluta Bestu deildar kvenna fram. Keflavík þarf nauðsynlega á sigri að halda því Tindastóll nær sex stiga forskoti á Suðurnesjakonur með sigri.

Klukkan 19:00 hefst útsending frá stórleik Víkings og Vals í Bestu deildinni. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og þurfa bæði að sækja sigur. Strax að leik loknum verður Stúkan í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 9:00 hefst útsending frá Curtis Cup í golfi sem fram fer á Englandi. Klukkan 17:30 verður síðan sýnt beint frá FM Global Championship á LPGA mótaröðinni. 

Stöð 2 Sport 5

Leikur Vestra og Fylkis í Bestu deildinni verður sýndur beint frá klukkan 13:50 en leikurinn er afar mikilvægur í botnbaráttu deildarinnar. Klukkan 16:50 er komið að nágrannaslag FH og Stjörnunnar í sömu deild og síðasti hluti þríleiksins hefst klukkan 19:05 þegar sýnt verður beint frá leik HK og Fram í Kórnum.

Besta deildin

Leikur KA og Breiðabliks á Akureyri verður sýndur beint frá klukkan 16:05 þar sem Blikar munu freista þess að ná í sigur til að halda toppsæti Bestu deildarinnar.

Besta deildin 2

Hinir fornu fjendur KR og ÍA mætast í Frostaskjólinu í dag og hefst útsending úr Vesturbænum klukkan 16:50.

Vodafone Sport

Formúla 1 kappaksturinn á Monza-brautinni á Ítalíu hefst klukkan 12:30. Klukkan 17:00 er svo komið að Opna þýska meistaramótinu í pílukasti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×