Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn.
Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg.
Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig.
Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu.
Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell.
Antonelli into the wall! 💥
— Formula 1 (@F1) August 30, 2024
It's a high-speed spin into the barrier at Parabolica for the youngster, who reports over the radio that he's OK.
The red flags are out 🔴#F1 #ItalianGP pic.twitter.com/aQQQPqjaeb