Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 11:13 Starliner, geimfarið á að losa sig frá geimstöðinni á föstudaginn og lenda í sjónum undan strönum Mexíkó á laugardaginn. AP/NASA Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð. Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð.
Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira