Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2024 23:02 Starfsmenn Landspítalans og liðsmenn Bandaríkjahers unnu saman í æfingunni. Vísir/Einar Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55
Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17