Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 13:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundaði með ráðherrum ríkisstjórnar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira